Þjóðskjalasafn Íslands hlýtur jafnlaunavottun

þriðjudagur, 12. febrúar 2019 - 10:30
  • Jafnlaunamerkið 2019 - 2022
    Jafnlaunamerkið 2019 - 2022

Þjóðskjalasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun og þann 6. febrúar síðastliðinn fékk safnið heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið, heimildin gildir til 3. febrúar 2022. Jafnlaunavottun er staðfesting á að stofnunin starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Formlegum úttektum á jafnlaunakerfi Þjóðskjalasafns Íslands lauk í desember 2018. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina.

Jafnlaunakerfi Þjóðskjalasafns Íslands nær til allra starfsmanna stofnunarinnar. Þetta þýðir að Þjóðskjalasafn Íslands uppfyllir öll skilyrði lögbundins jafnlaunastaðaðls og er staðfesting á því að launakerfi stofnunarinnar standist kröfur um launajafnrétti kynja á vinnustöðum.

Jafnlaunavottun felur í sér faglega úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.