Þjóðskjalasafn Íslands 135 ára

fimmtudagur, 30. mars 2017 - 11:30
  • Þjóðskjalasafn Íslands 135 ára.
    Þjóðskjalasafn Íslands 135 ára.
  • Teikning af fyrirhugðu nýju húsi á Bessastöðum sem þar var reist árunum 1721-1722. Sennilega gerð af Johan Conrad Ernst arkitekt.
    Teikning af fyrirhugðu nýju húsi á Bessastöðum sem þar var reist árunum 1721-1722. Sennilega gerð af Johan Conrad Ernst arkitekt.

Þann 3. apríl nk. fagnar starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands 135 ára afmæli safnsins. Stofnun þess miðast við auglýsingu landshöfðingja um starfrækslu landsskjalasafns þann 3. apríl 1882. Í upphafi varðveitti safnið skjöl helstu embætta sem komust fyrir á Dómkirkjuloftinu í Reykjavík. Nú er það til húsa í nokkrum byggingum að Laugavegi 162 og varðveitir um 44.000 hillumetra af pappírsskjölum.

Í tilefni 135 ára afmælisins efnir Þjóðskjalasafn til hátíðardagskrár á afmælisdaginn. Meðal annars mun forseti lýðveldisins Guðni Th. Jóhannesson fá að gjöf afrit teikninga af Bessastöðum. Mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson fær afhent fyrsta eintak rits um Manntalið 1703 sem kemur út á afmælisdaginn. Útgáfu- og miðlunarverkefni safnsins verða kynnt og valin skjöl til sýnis.

Aðrir viðburðir verða á afmælisárinu. Þar má nefna málþing um hlutverk Þjóðskjalasafns. Þá verður almenningi boðið í heimsókn í safnið á árinu.