Takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns vegna Covid-19

þriðjudagur, 24. mars 2020 - 12:45
  • COVID-19 heimsfaraldur.
    COVID-19 heimsfaraldur.

Í kjölfar samkomubanns stjórnvalda hefur verið ákveðið að takmarka starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands og hafa aðgerðirnar áhrif á þjónustu safnsins við almenning og afhendingarskylda aðila. Þjónusta Þjóðskjalasafns verður frá og með þriðjudeginum 24. mars til og með 12. apríl 2020 með eftirfarandi hætti:

  • Lestrarsalur verður lokaður.
  • Afgreiðsla safnsins verður lokuð.
  • Ekki verður tekið við skjalasöfnum, bæði einkaskjalasöfnum og skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila.
  • Skjalaumbúðir verða ekki afgreiddar til viðskiptavina.
  • Allir fundir með skjalavörðum og sérfræðingum safnsins verða í gegnum síma eða fjarfundabúnað.

Áfram er tekið við fyrirspurnum og erindum í gegnum síma, tölvupóst og bréfpóst og verður afgreiðsla mála á sama hátt eftir því sem við verður komið. Fyrirspurnir og erindi skal senda á upplysingar@skjalasafn.is eða hafa samband í síma 590 3300 milli kl. 9 og 14 virka daga.