Stafræn umbreyting stjórnsýslunnar - (Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns 2021

föstudagur, 29. október 2021 - 8:00
  • Mynd frá ráðstefnu Þjóðskjalasafns
    Mynd frá ráðstefnu Þjóðskjalasafns

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram þann 12. nóvember næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Upphaflega stóð til að ráðstefnan yrði haldin síðastliðið vor en henni var frestað vegna sóttvarnarráðstafana. Vorráðstefnan verður því að þessu sinni haldin í nóvember.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Stafræn umbreyting stjórnsýslunnar. Staða og framtíð. Flutt verða fjögur erindi af fulltrúum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Tryggingastofnun ríkisins auk Þjóðskjalasafns Íslands.

Ráðstefnan verður einnig send út í streymi og þarf að taka það sérstaklega fram í skráningu ef óskað er eftir að fylgjast með ráðstefnunni yfir vefinn.

Upplýsingar um dagskrá, skráningargjald og skráningu á ráðstefnuna má finna hér.