Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna

þriðjudagur, 8. janúar 2019 - 9:45
  • Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna 2017
    Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna 2017

Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 hefur Þjóðskjalasafn Íslands eftirlit með rekstri héraðsskjalasafna. Árið 2017 sendi Þjóðskjalasafn héraðsskjalasöfnum spurningakönnun í því skyni að uppfylla þessa eftirlitsskyldu sína. Í desember síðastliðnum kom út skýrsla með samanteknum niðurstöðum úr þessari eftirlitskönnun. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður um starfsemi allra 20 héraðsskjalasafna sem í landinu starfa og tillögur til úrbóta þar sem það á við. Auk þessarar skýrslu voru unnar skýrslur fyrir hvert og eitt héraðsskjalasafn byggðar á svörum hvers safns. Skýrslur um starfsemi einstakra héraðsskjalasafna voru sendar héraðsskjalasöfnum og sveitarfélögum sem eru aðilar að viðkomandi héraðsskjalasöfnum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytins.

Heildarskýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna er bæði prentuð og gefin út á vef Þjóðskjalasafns, Starfsemi héraðsskjalasafna. Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands 2017.