Skýrsla um skráningarverkefni Þjóðskjalasafns

þriðjudagur, 6. september 2011 - 14:45
  • Skýrsla um verkefni á landsbyggðinni
    Skýrsla um verkefni á landsbyggðinni

Árin 2007-2010 fóru fram umfangsmikil skráningarverkefni á landsbyggðinni á vegum Þjóðskjalasafns. Markmiðið var að skapa störf og vinna að mikilvægum skráningum á skjalasöfnum og gera manntöl þjóðarinnar aðgengileg á vefnum. Samanlagðar fjárveitingar voru 290 milljónir króna og alls sköpuðust um 50 ársverk á sex stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þrjú þúsund hillumetrar af óskráðum eða lítt skráðum skjalasöfnum voru skráðir og 10 manntöl voru færð í stafrænan búning, sjá manntalsvefinn. Hér er hægt er að skoða skýrslu um þessi verkefni.