Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins 2016

miðvikudagur, 28. júní 2017 - 13:45
  • Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins 2016
    Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins 2016

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um niðurstöður eftirlitskönnunar á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar og mars árið 2016. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölulegar niðurstöður og umfjöllun um helstu niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjalavörslumálum ríkisins. Niðurstöður eftirlitskönnunarinnar gefa til kynna að skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins fari almennt batnandi. Svör afhendingarskyldra aðila ríkisins gefa þó einnig til kynna að enn er víða pottur brotinn í skjalavörslu og skjalastjórn og er mikilvægt að við því verði brugðist til að tryggja varðveislu og aðgengi að mikilvægum upplýsingum.

Skýrslan hefur verið send öllum afhendingarskyldum aðilum sem fengu könnunina senda. Í haust mun Þjóðskjalasafn boða til kynningarfundar á niðurstöðum eftirlitskönnunarinnar og verður hann auglýstur sérstaklega.

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 – niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands (PDF 3214 KB).