Skjöl um hernámið birtast á vef safnsins

fimmtudagur, 1. október 2020 - 11:15
  • Bréf Vilhjálms Þór til Hermanns Jónassonar forsætisráðherra 19. júní 1940.
    Bréf Vilhjálms Þór til Hermanns Jónassonar forsætisráðherra 19. júní 1940.

Í sumar unnu sagnfræðinemarnir Daníel Godsk Rögnvaldsson og Atli Björn Jóhannesson að því að endurskrá og skanna gögn sem tengdust hernáminu og eru varðveitt í skjalaafhendingum utanríkisráðuneytisins til Þjóðskjalasafns. Verkefnið unnu þeir fyrir tilstyrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Nú hafa verið birt á vef safnsins um 5000 skjöl sem voru skönnuð vegna verkefnisins og á næstunni mun skjölunum fjölga. Ítarskráning þessa efnis gerir það að verkum að mun auðveldara er að nálgast upplýsingar um þessa viðburðarríku tíma.

Hægt er að sjá skjalaskrárnar og skoða það efni sem þegar hefur verið birt í skjalaskrá safnsins hér. Þau gögn sem hafa verið birt eru í afhendingum frá árunum 1967 og 1994, sjá hér.

Í gærkvöldi birti RÚV frétt um verkefnið.