Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2020 – (Vor)ráðstefna Þjóðskjalasafns

mánudagur, 7. september 2020 - 15:30
  • Þjóðskjalasafn Íslands.
    Þjóðskjalasafn Íslands.

Þjóðskjalasafn Íslands mun halda árlega vorráðstefnu safnsins í beinni vefútsendingu þriðjudaginn 15. september næstkomandi kl. 10-11:30. Upphaflega stóð til að halda vorráðstefnuna í maí síðastliðnum en nauðsynlegt var að fresta henni vegna sóttvarnarráðstafna. Vorráðstefnan verður því að þessu sinni haldin að hausti og fer hún eingöngu fram á vefnum og verður send út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Þjóðskjalasafns.

Dagskrá ráðstefnunnar að þessu sinni er tileinkuð kynningu á niðurstöðum úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins 2020 og viðbrögðum Þjóðskjalasafns við henni. Skýrsla með niðurstöðunum var gefin út í júní síðastliðnum og er aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar.