Skjalasafn SÍS til Þjóðskjalasafns Íslands

miðvikudagur, 19. október 2011 - 16:30
  • Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundsson settur þjóðskjalavörður
    Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundsson settur þjóðskjalavörður

Í dag handsöluðu Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundssoni settur þjóðskjalavörður samkomulag um að skjalasafn Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem varðveitt er á Húsavík, komi í Þjóðskjalasafn Íslands til varðveislu. Safnið hefur verið skráð í samræmi við leiðbeiningar Þjóðskjalasafns undir handleiðslu Héraðsskjalasafns Þingeyinga á Húsavik. Þetta er stærsta afhending einkaskjalasafns til þessa, nærri 600 hillumetrar af skjölum.