Samningur Þjóðskjalasafns og óbyggðanefndar

miðvikudagur, 5. febrúar 2020 - 13:15
  • Fremri röð: Ása Ólafsdóttir formaður óbyggðanefndr og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Aftari röð: Erna Erlingsdóttir ritari óbyggðanefndar, Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, Ólafur Arnar Sveinsson verkefnastjóri þjóðlendurannsókna Þjóðskjalasafns Íslands, Anna Elínborg Gunnarsdóttir sviðsstjóri.
    Fremri röð: Ása Ólafsdóttir formaður óbyggðanefndr og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður. Aftari röð: Erna Erlingsdóttir ritari óbyggðanefndar, Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, Ólafur Arnar Sveinsson verkefnastjóri þjóðlendurannsókna Þjóðskjalasafns Íslands, Anna Elínborg Gunnarsdóttir sviðsstjóri.

Þjóðskjalasafn Íslands og óbyggðanefnd undirrituðu í gær samning um gagnaöflun Þjóðskjalasafns fyrir óbyggðanefnd.

Allt frá því óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 hefur nefndin í ríkum mæli notið liðsinnis Þjóðskjalasafns Íslands við öflun heimilda vegna ágreiningsmála sem nefndin hefur haft til meðferðar. Sú gagnaöflun er afar mikilvægur liður í því að málin séu rannsökuð til hlítar áður en úrskurðir eru kveðnir upp.

Markmið samninganna hefur meðal annars verið að marka verkefninu skýra umgjörð og farveg þar sem framvinda þess sé fyrirsjáanleg fyrir alla sem hlut eiga að málum, þ.m.t. nefndina, safnið og aðila að málum fyrir nefndinni. Með þetta í huga hafa verið gerðar sérstakar áætlanir um lokaskil gagna í hverjum heimildaflokki um sig. Þær áætlanir eru leiðarsteinar við alla gagnaöflun Þjóðskjalasafns fyrir óbyggðanefnd og hafa jafnframt áhrif á skipulagningu málsmeðferðar hjá nefndinni.

Með ítarlegum rannsóknum á grundvelli eignarheimilda að fornu og nýju er byggt upp réttaröryggi til fyrir alla málsaðila auk þess sem heimildir eru gerðir aðgengilegar til notkunar fyrir málsaðila og almenning.