Safnanótt 2020 – Við skulum tala um veðrið?

þriðjudagur, 4. febrúar 2020 - 11:15
  • Óveður 16. september 1936, þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas fórst við Áltanes á Mýrum.
    Óveður 16. september 1936, þegar franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas fórst við Áltanes á Mýrum.

Frá upphafi hefur veður líklegast verið eftirlætis umræðuefni Íslendinga. Í tilefni af 100 ára afmæli Veðurstofu Íslands mun Þjóðskjalasafnið í samvinnu við Veðurstofuna fjalla um margvíslegt efni sem tengist veðri, jöklum, eldgosum og skriðuföllum á Safnanótt 2020. Sérfræðingar Veðurstofunar munu flytja fyrirlestra um fjölbreytt efni og sýnd verða skjöl sem tengjast efninu.

Sjá dagskrá Safnanætur í Þjóðskjalasafni.