Safnanótt 2017

mánudagur, 30. janúar 2017 - 16:00
  • Páll Árnason, lögreglumaður nr. 2
    Páll Árnason, lögreglumaður nr. 2

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 3. febrúar 2017, en þá verða  söfn á höfuðborgarsvæðinu með opið hús og kynna starfsemi sína. Þjóðskjalasafn Íslands verður með opið hús í húsakynnum safnsins, Laugavegi 162, frá kl 18:00 - 23:00 og býður gestum og gangandi að fræðast um starfsemina og kynna sér efni dagsins sem ber yfirskriftina: Glæpur og refsing.

Hægt verður að hlusta á fyrirlestra, skoða skjalasýningu eða fara í heimsókn í skjalageymslur safnsins. Allir eru velkomnir í Þjóðskjalasafn á Safnanótt.

Skoða dagskrá Safnanætur 2017 í Þjóðskjalasafni.

Skráðu þig í vasaljósaferð í skjalageymslurnar.