Ritið Lénið Ísland tilnefnt til viðurkenningar Hagþenkis

fimmtudagur, 10. febrúar 2022 - 10:30
  • Kristjana Kristinsdóttir við tilnefndar bækur
    Kristjana Kristinsdóttir við tilnefndar bækur
  • Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld
    Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld

Rit Kristjönu Kristinsdóttur, Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld, sem Þjóðskjalasafn Íslands gaf út í lok síðasta árs hefur verið tilnefnt til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Ritið er er eitt af tíu sem tilnefnd eru en greint var frá þeim við hátíðleg athöfn í gær. Viðurkenningin verður svo veitt við um miðjan mars. Í umsögn dómnefndar sagði m.a. um rit Kristjönu: „VVandað og ítarlegt verk um stöðu Íslands sem léns í danska konungsríkinu, byggt á umfangsmikilli rannsókn á frumheimildum.“

Nánari upplýsingar um ritið Lénið Ísland

Frétt á vef Hagþenkis