Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2020

föstudagur, 20. nóvember 2020 - 13:45
 • Bréfhaus úr Hagsögusafni.
  Bréfhaus úr Hagsögusafni.
 • Bréfhaus úr Hagsögusafni.
  Bréfhaus úr Hagsögusafni.
 • Verslunarreikningur Hans Jóntans.
  Verslunarreikningur Hans Jóntans.

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands árið 2020 verður að þessu sinni helgaður svokölluðu hagsögusafni sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands og mætti kalla „nýjar” heimildir um hagsögu. Þar er um að ræða gríðarlegt magn gagna sem tengist um 300 verslunum, félögum og fyrirtækjum. Elstu skjölin eru frá síðari hluta 18. aldar en þau yngstu frá fyrri hluta 20. aldar.

Dagskráin verður send út á facebook síðu Þjóðskjalasafns fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 15:00 – 16:00 og er hægt að fylgjast með á slóðinni: https://www.facebook.com/events/1216624702071549.

Dagskrá rannsóknadagsins

 1. Gunnar Örn Hannesson fagstjóri:
  Hagsögusafn í tíma og rúmi.
 2. Jón Torfi Arason skjalavörður:
  1000 bækur af óljósum uppruna. Hagsögusafn Þjóðskjalasafns Íslands - endurskoðað og endurskráð.
 3. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri:
  Baráttan við gögnin. Um mikilvægi sögulegra gagna fyrir hagfræðinga og alla aðra.