Ráðstefna alþjóðaskjalaráðsins

fimmtudagur, 24. október 2019 - 13:45
  • Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson sviðsstjóri.
    Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson sviðsstjóri.
  • Forseti ICA ávarpar ráðstefnugesti.
    Forseti ICA ávarpar ráðstefnugesti.
  • Ráðstefnuhöllin í Adelaide í Ástralíu.
    Ráðstefnuhöllin í Adelaide í Ástralíu.

Í vikunni hittast fulltrúar frá skjalasöfnum víðs vegar um heiminn og ræða sameiginlegar áskoranir og verkefni á ráðstefnu alþjóðaskjalaráðsins (ICA). Ráðstefnur ICA eru afar mikilvægar, enda verkefni skjalasafna yfirleitt sambærileg á milli landa og því gefst tækifæri til að læra af því sem best er gert annar staðar í heiminum.

Ráðstefna ICA er nú haldinn í Adelaide í Ástralíu og því um drjúgan spöl að fara fyrir þau Njörð Sigurðsson sviðsstjóra og Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavörð sem eru fulltrúar Þjóðskjalasafns á ráðstefnunni. Ráðstefnurnar eru haldnar annað hvert ár og hafa þær verið haldnar víðs vegar um heiminn. Árið 2015 var ráðstefnan til dæmis haldin í Reykjavík.

Ráðstefnuna sækja nú 620 fulltrúar frá 75 löndum og er yfirskrift hennar Designing the Archives og snýr meginefnið að þessu sinnu að því að hvernig skjalasöfn geta betur þjónað notendum sínum. Fjöldi alþjóðlegra vinnuhópa hittast einnig í tengslum við ráðstefnuna.