Nýtt leiðbeiningarrit um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala

miðvikudagur, 5. október 2016 - 10:15
  • Frágangur, skráning og afhendingu pappírsskjala. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir
    Frágangur, skráning og afhendingu pappírsskjala. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út nýtt leiðbeiningarrit fyrir ríkisstofnanir um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala. Nýja leiðbeiningarritið kemur í stað eldra leiðbeiningarrits um sama efni, Afhending skjala og gerð geymsluskrár.

Í ritinu eru birtar reglur og ítarlegar leiðbeiningar um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila. Markmið ritsins er að auðvelda starfsmönnum afhendingarskyldra aðila að ganga frá og skrá pappírsskjalasöfn sín til afhendingar í Þjóðskjalasafn Íslands. Í ritinu eru sýnd raunveruleg dæmi, þ.m.t. ljósmyndir, til að skýra reglur og kröfur sem gerðar eru til frágangs og skráningar pappírsskjala. Í ritinu eru jafnframt birt fylgiskjöl um frágang og skráningu korta og teikninga og ábendingar um frágang á geymsluskrám.

Leiðbeiningarritið, sem gefið er út á vef Þjóðskjalasafns, er það fyrsta sem gefið er út með nýju útliti og markar upphaf að endurskoðun á leiðbeiningarritum safnsins.