Nýtt eyðublað á Ísland.is

föstudagur, 6. nóvember 2020 - 13:30
  • Þjóðskjalasafn Íslands.
    Þjóðskjalasafn Íslands.

Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið í notkun þjónustu umsóknarkerfi Íslands.is fyrir eyðublöð safnsins. Fyrsta eyðublaðið sem verður nú að fullu rafrænt er fyrir tilkynningar á rafrænum gagnasöfum afhendingarskyldra aðila samkvæmt reglum nr. 877/2020.

Til þess að afhendingarskyldur aðili geti tilkynnt rafrænt gagnasafn þarf hann að hafa Íslykil. Þá þarf afhendingarskyldur aðili að veita starfsmanni sem tilkynnir rafræna gagnasafnið umboð í gegnum vef Ísland.is. Nánari leiðbeiningar um það er að finna hér. Starfsmaður afhendingarskylds aðila skráir sig svo inn á sínum rafrænu skilríkjum og tilkynnir rafrænt gagnasafn í umboði viðkomandi afhendingarskylds aðila.

Þjóðskjalasafn vinnur nú að því að koma fleiri eyðublöðum safnsins inn í þjónustu Íslands.is, s.s. afhendingarbeiðni fyrir pappírsskjöl og grisjunarbeiðni.