Nýtt diplómanám í skjalfræði við HÍ

þriðjudagur, 10. mars 2020 - 8:30
  • Á viðgerðarstofu Þjóðskjalasafns Íslands.
    Á viðgerðarstofu Þjóðskjalasafns Íslands.
  • Nemendur í skjalfræði skoða skjöl í Þjóðskjalasafni Íslands
    Nemendur í skjalfræði skoða skjöl í Þjóðskjalasafni Íslands

Nýtt diplómanám í hagnýtri skjalfræði mun hefja göngu sína við Háskóla Íslands næsta haust. Námsleiðin, sem er í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, verður kennd á framhaldsstigi í sagnfræði- og heimspekideild, en hingað til hefur hún eingöngu verið kennd sem aukagrein á grunnstigi. Námið verður opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed. prófi og hentar þeim sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki.

Hagnýt skjalfræði er 30 eininga diplómanám og er miðað við að því sé lokið á einu ári. Í náminu er farið yfir klassískar og nýjar aðferðir við stýringu gagna allt frá því þau verða til og þar til þeim er komið fyrir til varanlegrar geymslu eða eytt. Þá er farið yfir aðgengi að opinberum upplýsingum og lögð áhersla á gildi og notkun gagna sem heimilda til rannsókna. Námið er kennt í lotum og í fjarnámi eins og kostur er. Það gefur starfsfólki í atvinnulífinu meiri möguleika að geta sótt námið. Umsóknarfrestur í námið er til 15. apríl 2020.

Frétt um námið á vef Háskóla Íslands.