Nýr sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni

miðvikudagur, 24. apríl 2013 - 11:15
  • Brynja Björk Birgisdóttir sviðsstjóri
    Brynja Björk Birgisdóttir sviðsstjóri

Brynja Björk Birgisdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.

Brynja er með B.A. próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og cand.mag. og cand.philol. í fornleifafræði frá háskólanum í Þrándheimi í Noregi (Norges teknisk- naturvitenskapelige universitet, NTNU). Hún var um árabil verkefnastjóri við fornleifadeild háskólasafnsins í Þrándheimi og sinnti þar að auki almennu safnastarfi, kennslu og miðlun. Síðastliðin tvö ár hefur Brynja starfað sem verkefnastjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands og sem sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Þjóðskjalasafn býður Brynju Björku velkomna til starfa.