Norrænir skjaladagar 2022 - Skráning hafin

miðvikudagur, 9. febrúar 2022 - 11:15
  • Stokkhólmur
    Stokkhólmur
  • Norrænir skjaladagar í Stokkhólmi 2022
    Norrænir skjaladagar í Stokkhólmi 2022

Skráning er hafin á Norræna skjaladaga 2022 sem fram fara í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 1-2. september nk. Skráning stendur yfir til 25. apríl. Norrænir skjaladagar er einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935. Þetta er í 26 skipti sem hún fer fram og að þessu sinni bæði staðbundið og í gegnum vefinn. Þema ráðstefnunnar í ár er „Skjalasöfn og samfélagið“.

Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.