Norrænir skjaladagar 2022

miðvikudagur, 26. maí 2021 - 12:45
  • Frá Stokkhólmi. Mynd: Pixabay.com.
    Frá Stokkhólmi. Mynd: Pixabay.com.

Norrænu skjaladagarnir eru haldnir þriðja hvert ár sem samstarfsverkefni þjóðskjalasafna Norðurlanda. Þeir verða nú haldnir í 26. skipti dagana 1. - 2. september 2022 í Stokkhólmi í boði Þjóðskjalasafns Svíþjóðar. Að venju verður boðið upp á þátttöku á staðnum, en einnig verður boðið upp á að fylgjast með hluta ráðstefnunnar rafrænt. Ráðstefnan fer fram á dönsku, norsku, sænsku og ensku.

Nú er kallað eftir erindum og/eða vinnustofum á ráðstefnuna. Yfirskrift skjaladaganna að þessu sinni verður Skjalasöfn og samfélag, en unnið verður eftir nánari undirflokkum sem sjá má í fyrirlestrakallinu.

Hér að neðan má finna tengil á fyrirlestrakallið og eyðublað sem nota skal til að senda inn tillögu að erindi eða vinnustofu. Frestur til að senda inn eyðublaðið er 14. september 2021.

Sjá nánar hér: https://www.nordiskarkivportal.org/bidra-till-de-nordiska-arkivdagarna-2022/

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Heiðar Lind Hansson skjalavörð (heidar.l.hansson@skjalasafn.is) sem situr í norrænu undirbúningsnefndinni fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands.

 

Norrænir skjaladagar 2022