Norræni skjaladagurinn 2020

föstudagur, 13. nóvember 2020 - 16:45
  • Norræni skjaladagurinn 2020
    Norræni skjaladagurinn 2020

Norræni skjaladagurinn er laugardaginn 14. nóvember. Þá sameinast skjalasöfn á Norðurlöndum um að kynna starfsemi sína. Að þessu sinni ber dagurinn yfirskriftina „Hernumið land“. Á skjaladagsvefnum er hægt að finna efni frá íslenskum skjalasöfnum og kennir þar margra grasa.

Þá er hægt að skoða innslög frá söfnunum á Facebooksíðu skjaladagsins og á Twitter.