Norræni skjaladagurinn 2017

fimmtudagur, 9. nóvember 2017 - 14:30
  • Á Eyrarbakka. Vatnslitamynd eftir Guðjón Samúelsson.
    Á Eyrarbakka. Vatnslitamynd eftir Guðjón Samúelsson.

Laugardaginn 11. nóvember n.k verður opið hús Í Þjóðskjalasafni Íslands frá klukkan 13:00-16:00 í tilefni af Norræna skjaladeginum. Þar sem sýnd verða ýmis skjöl sem efni dagsins sem að þessu sinni ber yfirskriftina „Hús og heimili“. Dagskrá er að finna hér á vefnum.

Klukkan 14:00 mun Arndís S. Árnadóttir sagnfræðingur flytja erindi sem nefnist „Að lesa í teikningar - staðnæmst við eldhúsið“ og klukkan 14:30 mun Pétur Ármannsson arkitekt mun fjalla um húsateikningar sem listrænar og sögulegar heimildir.

Verið velkomin í Þjóðskjalasafn Íslands að Laugavegi 162. Fyrirlestrar og sýning er á þriðju hæð (gengið inn um portið).

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.