Norræni skjaladagurinn 2012

föstudagur, 9. nóvember 2012 - 9:15
  • Norræni skjaladagurinn 2012
    Norræni skjaladagurinn 2012

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 10. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is. Þar verður margvíslegur fróðleikur frá skjalasöfnunum sem tengist þema dagsins sem er „íþrótta- og æskulýðsstarf á 20. öld“.

Auk þess hafa mörg skjalasöfn opið hús á þessum degi eða bjóða upp á sýningar eða aðra viðburði sem tengjast deginum, sjá yfirlit um dagskrá safnanna.

Fylgist með og takið daginn frá fyrir skjalasöfnin.