Námskeið á Austurlandi

þriðjudagur, 5. apríl 2016 - 11:15
 • Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
  Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
 • Árni Jóhannsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, kenndi frágang og skráningu á pappírsskjölum
  Árni Jóhannsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, kenndi frágang og skráningu á pappírsskjölum
 • Bára Stefánsdóttir, héraðsskjalavörður Austfirðinga, fór yfir lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar
  Bára Stefánsdóttir, héraðsskjalavörður Austfirðinga, fór yfir lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar
 • Námskeiðið sóttu 31 starfsmaður sveitarfélaga og ríkisstofnana á Austurlandi
  Námskeiðið sóttu 31 starfsmaður sveitarfélaga og ríkisstofnana á Austurlandi

Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Austfirðinga stóðu fyrir námskeiði um skjalavörslu og skjalastjórn opinberra aðila á Egilsstöðum föstudaginn 1. apríl sl. Á námskeiðinu, sem stóð yfir í heilan dag, var farið yfir alla helstu þætti í skjalahaldi opinberra aðila. Farið var yfir lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar, skráningu mála og málalykil, skjalavistunaráætlun, grisjun, rafræna skjalavörslu og frágang og skráningu á pappírsskjölum.

Námskeiðið var vel sótt en 31 starfsmaður sveitarfélaga og ríkis á Austurlandi sátu námskeiðið.