Mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir Þjóðskjalasafn

fimmtudagur, 26. janúar 2017 - 14:45
  • Mennta- og menningarmálaráðherra með svuntuna góðu
    Mennta- og menningarmálaráðherra með svuntuna góðu
  • Heimilisfólk í Hvassafelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu árið 1703
    Heimilisfólk í Hvassafelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu árið 1703

Nýskipaður mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, heimsótti Þjóðskjalasafn Íslands í dag. Þar kynnti hann sér starfsemi safnsins og hitti starfsfólk. Í tilefni heimsóknarinnar fékk ráðherra að gjöf sérhannaða grillsvuntu með áprentaðri mynd úr manntalinu 1703. Þar má sjá lista yfir heimilisfólk í Hvassafelli, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði á þeim tíma sem manntalið var tekið. Þá bjó þar forfaðir Kristjáns Þórs, Björn Hallsson lögréttumaður með konu sinni, Guðrúnu „yngri“ Björnsdóttur. Þannig vill til að Kristján er afkomandi þeirra bæði í móður- og föðurætt.

Manntalið 1703 er elsta allsherjarmanntal þjóðar sem tekið hefur verið í heiminum þar sem getið er nafna, heimilis og stöðu allra íbúa. Það var tekið á lista UNESCO yfir Minni heimsins árið 2013.