Fréttir

miðvikudagur, 19. september 2012 - 11:45

Dagana 4., 6. og 11. september voru haldin námskeið á vegum Þjóðskjalasafns um skjalavörslu afhendingarskyldra aðila sem sérstaklega voru ætluð starfsmönnum ríkisstofnana úti á landi.  Námskeiðin voru haldin í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, Háskólanum á Akureyri og í starfsstöð Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum.

föstudagur, 24. ágúst 2012 - 17:15

Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur lét af störfum hjá Þjóðskjalasafni Íslands í dag. Unnur hóf störf á skjalasviði safnins 1. júní 2004 og hefur starfað þar síðan. Hún tekur við starfi safnstjóra Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum um næstu mánaðamót.

föstudagur, 6. júlí 2012 - 16:30

Þjóðskjalasafn verður lokað frá og með 9. júlí til og með 7. ágúst. Á þessum tíma eru flestir starfsmenn safnsins í sumarleyfi. Ef mikið liggur við, verður leitast við að sinna erindum frá stofnunum í síma 820 3311.

Gleðilegt sumar!

Pages