Kennsla í hagnýtri skjalfræði hefst við Háskóla Íslands

þriðjudagur, 1. september 2020 - 8:30
  • Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður.
    Helga Jóna Eiríksdóttir skjalavörður.

Í vikunni hefst kennsla í diplómanámi í hagnýtri skjalfræði við Háskóla Íslands. Um er að ræða nýja 30 eininga námsleið sem er kennd í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands. Námið er opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed. prófi og hentar þeim sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu og skjalastjórn, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki.

Aðsókn að náminu er framar vonum, en 29 nemendur eru skráðir í námsleiðina í vetur. Það er Helga Jóna Eiríksdóttir, skjalavörður í Þjóðskjalasafni, sem kennir flest námskeiðin í vetur, en Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs, kennir eitt námskeið.

Upplýsingar um námsleiðina á vef Háskóla Íslands.