Jarðskjálftarit frá 1910-2010

þriðjudagur, 21. janúar 2020 - 12:15
  • Jarðskjálftarit. Mynd af vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
    Jarðskjálftarit. Mynd af vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Jarðvísindastofun Háskóla Íslands hefur gert jarðskjálftarit (seismograms) frá árunum 1910-2010 aðgengileg til rannsókna. Gert er ráð fyrir að alls sé um að ræða um 300.000 pappírsafrit og er þegar búið að skanna tæplega 138.000 blöð. Stór hluti gagnanna sem um ræðir er varðveittur í Þjóðskjalasafni Íslands, en vegna þessa verkefnis hefur einnig verið safnað gögnum frá öðrum aðilum sem hafa séð um eftirlit með jarðskjálftum.

Hægt er að skoða afraksturinn á sérstökum vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.