Hrefna Róbertsdóttur skipuð þjóðskjalavörður

mánudagur, 11. mars 2019 - 16:00
  • Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður
    Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður

Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar frá og með 1. mars 2019. Hrefna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2008. Hún var áður sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands, fyrst á skjalasviði og síðar á varðveislu- og miðlunarsviði. Áður starfaði Hrefna hjá Þjóðminjasafni Íslands sem sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs, sem forstöðumaður Árbæjarsafns og settur borgarminjavörður og kennari við sagnfræðideild Háskóla Íslands.

Hrefna hefur komið að ritstjórn og útgáfu fjölmargra ritverka og sinnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hún hefur meðal annars setið í framkvæmdastjórn Þjóðskjalasafnsins frá árinu 2009 og verið fulltrúi safnsins í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga og hjá samráðshópi opinberra skjalasafna. Hún er núverandi forseti Sögufélagsins og var áður formaður Sagnfræðingafélag Íslands. Þá er hún einnig félagi í norrænni samráðsnefnd sagnfræðinga.

Hrefna tekur við af Eiríki G. Guðmundssyni sem lét af embætti þann 28. febrúar sl. Hrefna er áttundi þjóðskjalavörður Íslands frá því að sá fyrsti var skipaður árið 1900 og er fyrst kvenna til að gegna embætti þjóðskjalavarðar.