Fyrsta bindi skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771 komið út

miðvikudagur, 27. apríl 2016 - 17:45
 • Uppdráttur Þorkels Fjeldsteds landsnefndarmanns af Reykhólum í Barðastrandarsýslu
  Uppdráttur Þorkels Fjeldsteds landsnefndarmanns af Reykhólum í Barðastrandarsýslu
 • Utanáskrift á bréfi til Landsnefndarinnar fyrri
  Utanáskrift á bréfi til Landsnefndarinnar fyrri
 • Hluti danskrar þýðingar Eyjólfs Jónssonar, ritara nefndarinnar, á bréfi til Landsnefndarinnar fyrri
  Hluti danskrar þýðingar Eyjólfs Jónssonar, ritara nefndarinnar, á bréfi til Landsnefndarinnar fyrri
 • Þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson, ávarpar gesti
  Þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson, ávarpar gesti
 • Þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson, afhendir Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, eintak af bókinni
  Þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson, afhendir Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, eintak af bókinni
 • Illugi Gunnarssoni mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar gesti
  Illugi Gunnarssoni mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar gesti
 • Þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson, afhendir Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Dana á Íslandi, eintak af bókinni
  Þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson, afhendir Mette Kjuel Nielsen, sendiherra Dana á Íslandi, eintak af bókinni
 • Mette Kjuel Nielsen sendiherra Dana á Íslandi ávarpar gesti
  Mette Kjuel Nielsen sendiherra Dana á Íslandi ávarpar gesti
 • Hrefna Róbertsdóttir, annar ritstjóra bókarinnar, kynnir efni ritraðarinnar og segir frá tilurð verksins
  Hrefna Róbertsdóttir, annar ritstjóra bókarinnar, kynnir efni ritraðarinnar og segir frá tilurð verksins
 • Helgi Skúli Kjartansson prófessor við Háskóla Íslands segir frá aðkomu Sögufélagsins að verkinu
  Helgi Skúli Kjartansson prófessor við Háskóla Íslands segir frá aðkomu Sögufélagsins að verkinu
 • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, annar ritstjóra bókarinnar, les upp eitt bréfanna í bókinni
  Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, annar ritstjóra bókarinnar, les upp eitt bréfanna í bókinni
 • Áhugasamir gestir í Viðey, hátíðasal Þjóðskjalasafnsins
  Áhugasamir gestir í Viðey, hátíðasal Þjóðskjalasafnsins
 • Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir samráðsnefnd um útgáfu verksins blómvendi. F.v. Eiríkur G. Guðmundsson, Hrefna Róbertsdóttir sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni og annar ritstjóri bókarinnar, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir skjalavörður og annar ritstjóra bókarinnnar og Helgi Skúli Kjartansson prófessor við Háskóla Íslands
  Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir samráðsnefnd um útgáfu verksins blómvendi. F.v. Eiríkur G. Guðmundsson, Hrefna Róbertsdóttir sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni og annar ritstjóri bókarinnar, Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir skjalavörður og annar ritstjóra bókarinnnar og Helgi Skúli Kjartansson prófessor við Háskóla Íslands

Út er komið fyrsta bindið af sex af skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá árunum 1770-1771. Í dag afhenti Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Mette Kjuel Nielsen sendiherra Dana á Íslandi fyrstu eintök bókarinnar við hátíðlega athöfn í Viðey, hátíðasal Þjóðskjalasafnsins, að viðstöddum gestum og starfsfólki safnsins. Þjóðskjalavörður, mennta- og menningarmálaráðherra og sendiherra Dana fluttu öll ávörp við athöfnina. Bókin er gefin út í samstarfi Þjóðskjalasafns, Sögufélags og danska ríkisskjalasafnsins. Ritstjórar bókarinnar, Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, kynntu efni ritraðarinnar og tilurð verksins, en fyrst var byrjað að huga að útgáfu landsnefndarskjalanna á sjötta áratug síðustu aldar. Sér nú til lands, og mun verkið verða gefið út í sex bindum á næstu þremur árum. Helgi Skúli Kjartansson prófessor við Háskóla Íslands sagði frá aðkomu Sögufélagsins að verkinu.

Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland í eitt og hálft ár og safnaði upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Í bókinni birtast uppskriftir af skjölum, sem íslenskur almenningur skrifaði til nefndarinnar og lýsti kjörum sínum. Kennir þar margra grasa og er einstakt að eiga heimildir frá lokum 18. aldar sem skrifaðar eru af bændum og búaliði þar sem þeir lýsa sínum eigin kjörum.

Í skjalasafni Landsnefndarinnar eru bréf frá almenningi, prestum, sýslumönnum og öðrum embættismönnum auk greinargerða og margvíslegra gagna frá nefndarmönnum sjálfum. Embættismenn landsins fengu sértækar spurningar frá nefndinni um allar hliðar samfélagsins á Íslandi, svo sem um fólksfjölda, kirkjuna, heilbrigðismál, verslun, handverk, landbúnað, sjávarútveg, samgöngur og margt fleira. En almenningur var hvattur til að senda nefndinni sína sýn á landsins gagn og nauðsynjar að ógleymdum eigin aðstæðum. Skjöl Landsnefndarinnar varpa ljósi bæði á sögu Íslands og Danmerkur og gefa einstæða innsýn í samfélagið um 1770. Skjalasafn Landsnefndarinnar fyrri er stórt að vöxtum, 4200 handritaðar síður, og er varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Safnið er hluti af skjölum dönsku stjórnarskrifstofanna og var afhent til Íslands með sérstökum samningi frá Danmörku árið 1928.

Margt af því sem Landsnefndin fjallaði um er áhugavert út frá sögu 18. aldar, en það mikilvægasta er þó kannski að í skjölunum er að finna sjónarhorn margra ólíkra þjóðfélagshópa og upplýsingar víða að af landinu sem dýpka skilning okkar á umræddu tímabili, aðstæðum í landinu og konungsríkinu.

Landsnefndarskjölin gefa okkur einnig einstæða innsýn inn í hugarfar, venjur og siði almennings og embættismanna, auk afstöðu danskra stjórnvalda til þessara fjölmörgu mála sem Íslendingar gerðu að umtalsefni í lok 18. aldar.

Sjá fyrstu frétt um útgáfuna á þessum vef um útgáfu landsnefndarskjalanna.