Fundur Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna

miðvikudagur, 10. október 2012 - 15:45
 • Héraðsskjalaverðir Íslands ásamt settum þjóðskjalaverði og sviðsstjóra skjalasviðs
  Héraðsskjalaverðir Íslands ásamt settum þjóðskjalaverði og sviðsstjóra skjalasviðs
 • Frá fundi með héraðsskjalavörðum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir skjalavörður í pontu
  Frá fundi með héraðsskjalavörðum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir skjalavörður í pontu
 • Frá fundi með héraðsskjalavörðum.
  Frá fundi með héraðsskjalavörðum.
 • Frá fundi með héraðsskjalavörðum.
  Frá fundi með héraðsskjalavörðum.

Árlegur fundur Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna landsins var haldinn í Þjóðskjalasafni 8. október síðastliðinn. Tilgangur slíkra funda er m.a. upplýsingagjöf á milli safnanna auk þess að vera samráðsvettvangur þeirra.

Á fundinn mættu um 20 starfsmenn frá héraðsskjalasöfnum og Þjóðskjalasafni Íslands. Á fundinum voru m.a. kynntar helstu niðurstöður kannana og athugana sem Þjóðskjalasafn hefur staðið fyrir á undanförnum misserum, þ.e. eftirlitsheimsóknir á héraðsskjalasöfn, eftirlitskönnun á skjalavörslu afhendingarskyldra aðila og könnun á varðveislu einkaskjalasafna á Íslandi. Þá kynnti Þjóðskjalasafn einnig vinnu vegna endurskoðunar á reglum um gerð vörsluútgáfu úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila en nýjar reglur um þetta efni verða settar á næsta ári. Einnig var rætt um Norræna skjaladaginn sem flest héraðsskjalasöfnin og Þjóðskjalasafn taka þátt í á hverju ári, ríkisstyrk til héraðsskjalasafna og söfnun tölfræðigagna fyrir skjalasöfn.