Fundur með héraðsskjalavörðum

mánudagur, 15. apríl 2013 - 14:45
  • Fundur héraðsskjalavarða í Þjóðskjalasafni
    Fundur héraðsskjalavarða í Þjóðskjalasafni

Föstudaginn 12. apríl fór fram í Þjóðskjalasafni fundur stjórnenda Þjóðskjalasafns og héraðsskjalavarða landsins. Fundurinn var vel sóttur en alls sóttu fundinn 15 héraðsskjalaverðir eða fulltrúar þeirra. Nokkrir sérfræðingar Þjóðskjalasafns tóku þátt í fundinum undir einstökum liðum. Margvísleg málefni safnanna voru rædd og reifuð, meðal annars gerð sameiginlegrar skrár yfir einkaskjalasöfn í vörslu skjalasafnanna og Landsbókasafns. Þá var kynnt með hvaða hætti héraðsskjalasöfn geta verið aðilar að sameiginlegri skjalaskrá fyrir öll skjalasöfnin.