Fjöldatakmörkun á lestrarsal

laugardagur, 14. mars 2020 - 13:00
  • Af lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands.
    Af lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands.

Frá og með mánudeginum 16. mars verður takmörkun á fjölda gesta á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands vegna aðgerða tengdum COVID-19 veirufaraldrinum. Takmörkun á fjölda gesta er sett á til að tryggja nálægðartakmörkun skv. 4. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar dags. 13. mars 2020.

Leiðbeiningar til gesta:

  • Hámarksfjöldi á lestrarsal eru 6 gestir í einu.
  • Sprittið hendur áður en gengið er inn í lestrarsal.
  • Gerið vart við ykkur í afgreiðslu og farið ekki nær afgreiðslu en sem nemur borða sem er á gólfinu.
  • Starfsmaður úthlutar ykkur sæti og farið ekki nær öðrum gestum en sem nemur tveimur metrum.
  • Starfsmaður afgreiðir ykkur um skjöl sem pöntuð hafa verið á lestrarsal.
  • Fylgið fyrirmælum starfsmanns.