Fimmta bindi skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771 komið út

föstudagur, 23. október 2020 - 16:45
 • Skjöl Landsnefndarinnar fyrri, 5. bindi.
  Skjöl Landsnefndarinnar fyrri, 5. bindi.

Fimmta bindi ritraðarinnar um Landsnefndina fyrri 1770-1771 er komið út. Í tilefni af því verður haldin útgáfuhátíð, sem að þessu sinni verður í beinni útsendingu á Facebook.

Útgáfuhátíðin verður þriðjudaginn 27. október klukkan 15:00-16:00.

Dagskrá:

 • Hrefna Róbertsdóttir:
  Þremenningarnir í Landsnefndinni. Hugmyndir, úrvinnsla og tillögur.
 • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir:
  Kostnaður konungs vegna Landsnefndarinnar fyrri.
 • Helga Hlín Bjarnadóttir:
  Húsagi og landsagi í uppkasti Þorkels Fjeldsteds að landsagatilskipun.