Færeyingar í heimsókn

fimmtudagur, 30. maí 2013 - 11:30
  • Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja
    Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja og Annika Skaalum starfsmaður Landsskjalasafnsins heimsóttu Þjóðskjalasafn Íslands í gær og áttu fund með þjóðskjalaverði og starfsmönnum safnsins um verkefni Þjóðskjalasafns á sviði manntalsgrunna og skráningu sóknarmannatala. Sámal og Annika eru á Íslandi til að kynna sér reynslu Íslendinga við gerð ættfræðigagnagrunna, en Færeyingar hafa verið að byggja upp ættfræðigrunn á síðustu árum og skráð um 150 þúsund einstaklinga í hann.

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður er starfsmönnum Þjóðskjalasafns að góðu kunnur enda hafa töluverð samskipti verið á milli skjalasafna þjóðanna á undanförnum árum. Þriðja hvert ár halda þau ráðstefnu um málefni tengd skjalasöfnunum, ásamt Landsskjalasafni Grænlands, sem nefnist Vestnordisk Arkivkonference. Síðast var slík ráðstefna haldin í Gjáargarði í bænum Gjógv í Færeyjum árið 2011.