Endurskoðaðar reglur til umsagnar

föstudagur, 13. febrúar 2015 - 13:30
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar endurskoðaðar reglur um málalykla (nr. 622/2010), skjalavistunaráætlanir (nr. 623/2010) og um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala (nr. 1065/2010) afhendingarskyldra aðila. Reglur um málalykla og skjalavistunaráætlanir tóku gildi 1. ágúst 2010 og reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala tóku gildi 1. janúar 2011. Drög að endurskoðuðum reglum ásamt greinargerðum um breytingar er að finna hér að neðan.

Með nýjum lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sem tóku gildi á síðasta ári, er nauðsynlegt að endurskoða reglur safnsins. Tillögur til breytinga sem gerðar eru felast einkum í vísun í ný lög en einnig eru greinar sameinaðar og orðalagi breytt til að gera reglurnar skýrari. Reglurnar sem nú eru auglýstar til umsagnar eru þær fyrstu í heildarendurskoðun Þjóðskjalasafns á reglum safnsins í kjölfar nýrra laga.

Frestur til að skila inn umsögn við reglurnar er til og með 2. mars 2015. Umsagnir og fyrirspurnir skal senda á skjalavarsla@skjalasafn.is.