Einstök heimild um hugsunarhátt og hagi almennings

miðvikudagur, 26. september 2018 - 16:45
  • Landsnefndin fyrri - 3. bindi
    Landsnefndin fyrri - 3. bindi

Þriðja bindið af skjölum Landsnefndarinnar fyrri er komið út og verður útgáfunni fagnað með hátíðardagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 27. september kl. 17:00 - 18:30. 

Dagskrá 

  • 17:00 Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur segir frá útgáfu Landsnefndarskjala og bréfum embættismanna og kaupmanna sem koma út í þriðja bindi verksins. Hrefna er ritstjóri bæði þessa og fyrri binda ásamt Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur sagnfræðingi.
  • 17:15 Jón Torfi Arason sagnfræðingur fjallar um Magnús Ketilsson sýslumann og skrif hans 1771 sem birtast í hinu nýútgefna riti. 
  • 17:30 Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður fjallar um Dönsku sendinguna 1928 og landsnefndarskjöl sem þar er að finna. Danska sendingin fól í sér mikið magn skjala varðandi Ísland sem Danir afhentu Íslendingum þetta ár.
  • Af þessu tilefni verður líka sett upp sýning á frumritum skjala Landsnefndarinnar.
  • Bókin verður til sölu á staðnum og fæst á góðu tilboði.