Einkaskjöl Bjarna Vilhjálmssonar afhent Þjóðskjalasafni

miðvikudagur, 25. apríl 2018 - 11:15
  • Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og börn Bjarna Vilhjálmssonar: Kristín, Eiríkur, Elísabet og Vilhjálmur.
    Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og börn Bjarna Vilhjálmssonar: Kristín, Eiríkur, Elísabet og Vilhjálmur.
  • Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og Kristín Bjarnadóttir handsala afhendingu skjala Bjarna Vilhjálmssonar fv. þjóðskjalavarðar.
    Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður og Kristín Bjarnadóttir handsala afhendingu skjala Bjarna Vilhjálmssonar fv. þjóðskjalavarðar.

Einkaskjöl Bjarna Vilhjálmssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar voru afhent Þjóðskjalasafni föstudaginn 6. apríl sl. Börn Bjarna þau Kristín, Eiríkur, Elísabet og Vilhjálmur komu öll saman og afhentu safninu um hálfan hillumetra af skjölum föður síns.

Bjarni var þjóðskjalavörður á árunum 1968-1984. Það er safninu mikil fengur að fá til varðveislu skjöl fyrrverandi forstöðumanna safnsins. Skjöl þeirra geta varpað ljósi á sögu safnsins auk þess að geyma sögu þeirra sjálfra.