Breyttur afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu Þjóðskjalasafns

fimmtudagur, 25. febrúar 2021 - 14:45
  • Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.
    Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.

Frá og með 1. mars 2021 verður afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu safnsins sem hér segir:

Mánudaga kl. 10-18.
Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10-17.
Föstudaga kl. 10-15.

Þá verður svarað í síma safnsins á milli kl. 9 og 15 alla virka daga og lengist símsvörun því um klukkutíma á dag frá því sem verið hefur. Jafnframt verður boðið upp á sérstaka símatíma til að ræða við sérfræðinga safnsins, hvort sem það er ráðgjöf um leit í safnkostinum, leiðbeiningar um afhendingar einkaskjalasafna eða ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn. Símatímar þar sem sérfræðingar Þjóðskjalasafns veita ráðgjöf eru sem hér segir:

Mánudaga kl. 10-12.
Miðvikudaga kl. 10-12.
Fimmtudaga kl. 10-12.

Með ofangreindum breytingum er vonast til þess að bæta þjónustu Þjóðskjalasafns við viðskiptavini safnsins. Í þjónustukönnun sem safnið gerði í janúar sl. kom m.a. fram sú ósk að lestrarsalur safnsins væri opinn lengur einu sinni í viku. Til að mæta þeim óskum hefur því verið ákveðið að lestrarsalur verði opinn til kl. 18 á mánudögum en á móti kemur að hann styttist á föstudögum.

Ákveðið hefur verið að endurskoða afgreiðslutíma og símatíma næsta haust í ljósi reynslunnar sem verður þá komin á þjónustuna.

Áfram er tekið við fyrirspurnum í gegnum tölvupóst á upplysingar@skjalasafn.is.