Björk Ingimundardóttir tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis

fimmtudagur, 6. febrúar 2020 - 11:15
  • Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands.
    Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur og Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands.

Í gær var Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir verk sitt: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, en Hagþenkir hefur um árabil veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.

Alls voru 10 verk tilnefnd í ár og er afar ánægulegt að verk Bjarkar skuli vera þar á meðal, en Þjóðskjalasafn stóð að útgáfu þess.

Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi er tveggja binda verk og segir m.a. í umsögn Hagþenkis um verkið að það sé: „Yfirgripsmikið uppflettirit ásamt kortum sem auðveldar yfirsýn yfir sögu landsins og á eftir að nýtast í margvíslegum rannsóknum um langan aldur“.