Annað tölublað Nordisk Arkivnyt 2019 er komið út

fimmtudagur, 13. júní 2019 - 10:00
  • Forsíða Nordisk Arkivnyt (2. tbl. 2019).
    Forsíða Nordisk Arkivnyt (2. tbl. 2019).

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt 2019 er komið út. Blaðið er gefið út í vefútgáfu á sameiginlegum vef norrænu ríkisskjalasafnanna, Nordisk Arkivportal.

Í tímaritinu er viðtal Karenar Sigurkarlsdóttur, svæðisritstjóra Nordisk Arkivnyt á Íslandi, við nýjan nýjan þjóðskjalavörð, Hrefnu Róbertsdóttur, en mynd af henni prýðir forsíðu tímaritsins. Í viðtalinu lýsir Hrefna framtíðarsýn sinni og hvert hún vilji stefna á meðan hún veitir Þjóðskjalasafninu forstöðu. Óhætt er að segja að hugleiðingar Hrefnu séu afar athyglisverðar.

Helga Jóna Eiríksdóttir skrifar seinni grein sína um frágang þrotabúanna og leggur á mat á verkefnið í heild. Gísli Baldur Róbertsson skrifar bráðskemmtilega grein sem hann kallar „Orðstír ryktaðs galdramanns berst frá Íslandi til Vestur-Indía“. Greinin er byggð á bréfum frá miðri 17. öld.

Margt fleira áhugavert er í tímaritinu og lesendur þessara lína hvattir til að kynna sér efni þess nánar.