25 ára starfsafmæli Kristjönu Kristinsdóttur

þriðjudagur, 8. janúar 2013 - 15:45
  • Eiríkur G. Guðmundsson færir Kristjönu Kristinsdóttur gjöf í tilefni af 25 ár starfsafmælinu.
    Eiríkur G. Guðmundsson færir Kristjönu Kristinsdóttur gjöf í tilefni af 25 ár starfsafmælinu.

Síðastliðinn föstudag fagnaði Kristjana Kristinsdóttir 25 ára starfsafmæli sínu á Þjóðskjalasafni og bauð samstarfsfólki sínu til samsætis í tilefni dagsins.

Kristjana er skjalavörður og lektor í skjalfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur verið brautryðjandi í ráðgjöf um skjalavörslu opinberra stofnana og skrifað leiðbeiningarrit og handbækur um skjalavörslu fyrir opinberar stofnanir. Kristjana hefur einnig stýrt ýmsum grunnrannsóknum í skjalfræði og má þar nefna rannsóknir á skjalasöfnum embætta amtmanna og landshöfðingja.

Þjóðskjalasafn óskar Kristjönu til hamingju með starfsafmælið og væntir góðs af samstarf við hana á komandi árum.