Forsíða

Fréttir

föstudagur, 1. apríl 2022 - 13:00

Útgáfu annars bindis ritraðarinnar Yfirrétturinn á Íslandi var fagnað í móttöku sem forseti Alþingis bauð til í gær í Skála Alþingis. Af því tilefni fluttu ávörp Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og forseti Sögufélags, Gísli Baldur Róbertsson og Jóhanna Þ.

Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og forseti Sögufélags, færði Benedikt Bogasyni, forseta Hæstaréttar, Birgi Ármanssyni, forseta Alþingis og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrstu tvö bindin úr ritröðinni.
miðvikudagur, 2. mars 2022 - 13:15

Þjóðskjalasafn Íslands og Þjóðskrá Íslands undirrituðu í gær samstarfssamning um afhendingu og skönnun á manntalinu 1952. Markmið samningsins er tvíþætt, annars vegar að tryggja varðveislu frumrita manntalsins í Þjóðskjalasafni og gera myndir af því aðgengilegar á vefnum. Hins vegar er markmiðið að safna upplýsingum og skrá verkferla við skráningu, skönnun og miðlun manntalsins.

Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður og Anna Eyberg Hauksdóttir, fagstjóri gagnastýringar hjá Þjóðskrá Íslands, undirrita samstarfssamning um afhendingu og skönnun á manntalinu 1952.
þriðjudagur, 1. mars 2022 - 10:45

Nýtt skipurit Þjóðskjalasafns Íslands tekur gildi frá og með deginum í dag, 1. mars. Markmið nýs skipurits er að styrkja betur nýjar áherslur í verkefnum safnsins. Með nýju skipuriti verða svið safnsins lögð niður sem slík og aukin áhersla lögð á fageiningar.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 10. febrúar 2022 - 10:30

Rit Kristjönu Kristinsdóttur, Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld, sem Þjóðskjalasafn Íslands gaf út í lok síðasta árs hefur verið tilnefnt til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Ritið er er eitt af tíu sem tilnefnd eru en greint var frá þeim við hátíðleg athöfn í gær.

Kristjana Kristinsdóttir við tilnefndar bækur
miðvikudagur, 9. febrúar 2022 - 11:15

Skráning er hafin á Norræna skjaladaga 2022 sem fram fara í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 1-2. september nk. Skráning stendur yfir til 25. apríl. Norrænir skjaladagar er einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935.

Stokkhólmur
miðvikudagur, 22. desember 2021 - 9:15

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem senn er liðið.

Gleðileg jól!

Pages