Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 10. október 2017 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands gaf í sumar út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands sem framkvæmd var árið 2016.

Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands.
föstudagur, 7. júlí 2017 - 14:45

Dagana 29. – 31. ágúst verður haldin í Reykjavík ráðstefna skjalasafna í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem þessi ráðstefna er haldin á Íslandi, en samstarf skjalasafnanna í þessum þremur löndum hófst árið 1999.

Fulltrúar á Vestnordiske arkivdage í Færeyjum árið 2011.
þriðjudagur, 27. júní 2017 - 14:00

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu um niðurstöður eftirlitskönnunar á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins sem fram fór í febrúar og mars árið 2016. Í skýrslunni eru upplýsingar um könnunina, tölulegar niðurstöður og umfjöllun um helstu niðurstöður. Þar eru einnig tillögur til úrbóta og nefnt hver gætu verið næstu skref í skjalavörslumálum ríkisins.

Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins 2016
miðvikudagur, 14. júní 2017 - 10:15

Í tilefni af 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur safnið sett upp sýningu á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Kort Þorkels Fjeldsted af Reykjanesi í Barðastrandarsýslu
þriðjudagur, 6. júní 2017 - 11:00

Ríkisskjalasafn Noregs á 200 afmæli í dag, 6. júní. Á dagskrá í tilefni afmælisins í Gamle Logen i Osló, er nýjasta samstarfsverkefni norrænu ríkisskjalasafnanna kynnt opinberlega. Þar er um að ræða sameiginlegan vef skjalasafnanna Nordisk Arkivportal. Vefurinn fer þó ekki strax í loftið en vonandi verður það innan fárra vikna.

Gamle Logen i Osló

Pages