Forsíða

Fréttir

mánudagur, 20. september 2021 - 9:30

Þann 14. september sl. var skjalasafn Kvennaskólans í Reykjavík formlega afhent Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafnið er um 17 hillumetrar að umfangi og nær yfir tímabilið 1873-1999. Skólinn sem var stofnaður árið 1874 er með elstu skólum landsins og því um einstakar heimildir að ræða.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, Laufey Ásgrímsdóttir, skjalastjóri og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, glugga í einkunnabók frá árinu 1878-1882 sem hefur að geyma heimildir um námsmeyjar skólans fyrstu árin og nám þeirra. Einkunnabækurnar eru einn stærsti hluti safnsins, en í þeim má finna nöfn nemenda og einkunnir þeirra í ýmsum námsgreinum sem kenndar voru, s.s. hekl, prjón, baldring, reikning og íslensku, ásamt lesskrám og listum yfir námsefni.
mánudagur, 20. september 2021 - 9:15

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi rituðu nýverið undir samning um samstarf um skráningu, og rannsóknir á dómabókum úr Múlasýslu á árabilinu 1752-1900.

Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi rita undir samstarfssamning um dómabækur
mánudagur, 6. september 2021 - 10:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfið sitt vottað í samræmi við ISO 14001 staðalinn. Formlegum úttektum á umhverfisstjórnunarkerfi Þjóðskjalasafns lauk í júní síðastliðinn. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina.

Umhverfisvottun ISO 14001
föstudagur, 27. ágúst 2021 - 8:45

Frá og með 1. september 2021 verður afgreiðslutími á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands sem hér segir:

  • Mán.-fim. kl. 10-16
  • Fös. kl. 10-15.

 

Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.
miðvikudagur, 23. júní 2021 - 12:00

Með bréfi dags. 12. maí 2020 skipaði Hrefna Róberts­dóttir, þjóð­skjala­vörður, vinnuhóp undir forystu Þjóð­skjalasafns Íslands um langtíma­varð­veislu og meðferð sjúkra­skrár­upp­lýsinga. Um varðveislu og afhendingu sjúkra­skráa fer eftir lögum nr. 55/2009 um sjúkraskrár.

Vinnuhópur um varðveislu sjúkraskráa. Frá vinstri: Njörður Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni, Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Sara Halldórsdóttir frá Embætti landlæknis og Torfi Magnússon frá Landspítala. Á myndina vantar Jóhann M. Lenharðsson frá Embætti landlæknis.
þriðjudagur, 22. júní 2021 - 11:45

Vegna sumarleyfa verður styttri afgreiðslutími á lestrarsal í júlí.

Afgreiðslutími verður sem hér segir:

 

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages