Forsíða

Fréttir

föstudagur, 8. maí 2020 - 12:15

Samningur milli Alþingis, Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags var undirritaður í Þjóðskjalasafni 7. maí sl. þar sem handsalað var útgáfuverkefni til tíu ára á dómum og skjölum yfirréttarins á Íslandi og aukalögþinga. Yfirrétturinn var starfandi á Þingvöllum frá 1563-1800. Elstu varðveittu dómsskjölin sem hafa varðveist eru frá árinu 1690.

Frá undirritun samnings um útgáfu á skjölum Yfirréttarins á Íslandi.
þriðjudagur, 28. apríl 2020 - 11:30

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns opnar að nýju þann 4. maí nk. en þá verður heimilt að opna söfn að nýju samkvæmt auglýsingu stjórnvalda um breytingar á samkomubanni. Hafnar eru framkvæmdir vegna endurbóta á lestrarsalnum sem miða að því að bæta aðstöðu og öryggi gesta, starfsfólks og safnkosts. Stefnt er að því að opna endurbættan lestrarsal í ágúst næstkomandi.

Bráðabirgðaraðstaða í fyrirlestrarsal Þjóðskjalasafns.
miðvikudagur, 22. apríl 2020 - 16:45

Þjóðskjalasafn hefur það hlutverk að úthluta verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valdra skjalaflokka á héraðsskjalasöfnum. Auglýst var eftir umsóknum meðal héraðsskjalasafna 27. febrúar 2020 með umsóknarfresti til og með 1. apríl. Alls bárust 27 umsóknir frá 11 héraðsskjalasöfnum að upphæð 45.435.860 kr.

Héraðsskjalasöfn á Íslandi
miðvikudagur, 15. apríl 2020 - 10:45

Þann 8. apríl sl. voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila. Reglurnar taka gildi 15. apríl 2020.

Þjóðskjalasafn Íslands
mánudagur, 6. apríl 2020 - 14:30

Samkomubann stjórnvalda hefur nú verið framlengt til og með 3. maí nk. Vegna þessa verða takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns framlengdar sem því nemur. Eins og áður hefur verið auglýst verða því takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns eftirfarandi:

COVID-19 heimsfaraldur
þriðjudagur, 24. mars 2020 - 12:45

Í kjölfar samkomubanns stjórnvalda hefur verið ákveðið að takmarka starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands og hafa aðgerðirnar áhrif á þjónustu safnsins við almenning og afhendingarskylda aðila. Þjónusta Þjóðskjalasafns verður frá og með þriðjudeginum 24. mars til og með 12. apríl 2020 með eftirfarandi hætti:

COVID-19 heimsfaraldur

Pages