Forsíða

Fréttir

mánudagur, 6. febrúar 2023 - 8:45

UTmessan fór fram 3.-4. febrúar síðastliðinn og er hún einn stærsti viðburður hvers árs í upplýsingatækni. Að þessu sinni var einn af fyrirlestrum ráðstefnunnar um stafræna vegferð opinberra skjalasafna og hvernig sú vegferð hefur áhrif á hvernig hinu opinbera mun farnast að koma á rafrænni stjórnsýslu frá upphafi til enda.

Stafræn vegferð opinberra skjalasafna
föstudagur, 27. janúar 2023 - 14:00

Þjóðskjalasafn Íslands tekur þátt í Safnanótt sem fram fer 3. febrúar nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem Safnanótt er haldin í Reykjavík. Þema safnanætur í Þjóðskjalasafni að þessu sinni er „eldgos“ en í ár eru 240 ár frá því að Skaftáreldar hófust, 60 ár frá því að gos í Surtsey byrjaði og 50 ár frá eldgosinu í Heimaey.

mánudagur, 19. desember 2022 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Jólakort Þjóðskjalasafns Íslands
fimmtudagur, 15. desember 2022 - 15:45

Afgreiðslutími lestrarsalar verður með hefðbundnu sniði milli jóla og nýárs, fyrir utan að nýjar skjalapantanir verða ekki sóttar. Pantarnir þurfa að berast fyrir dagslok fimmtudaginn 22. desember.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 7. desember 2022 - 8:30

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan. Þjóðskjalasafn er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar skv. 3. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og skal m.a.

Fylgiskjöl bókhalds
fimmtudagur, 1. desember 2022 - 10:00

Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2021 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári. Nú eru ársskýrslur safnsins eingöngu gefnar út á rafrænu formi á vef safnsins.

Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2021 má nálgast hér.

Árskýrsla Þjóðskjalasafns 2021

Pages