Lestrarsalur Þjóðskjalasafns opnar að nýju þann 4. maí nk. en þá verður heimilt að opna söfn að nýju samkvæmt auglýsingu stjórnvalda um breytingar á samkomubanni. Hafnar eru framkvæmdir vegna endurbóta á lestrarsalnum sem miða að því að bæta aðstöðu og öryggi gesta, starfsfólks og safnkosts. Stefnt er að því að opna endurbættan lestrarsal í ágúst næstkomandi.