Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 28. nóvember 2012 - 14:30

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eirík G. Guðmundsson í embætti þjóðskjalavarðar til fimm ára.
Eiríkur hefur starfað í Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 2001, lengst af sem sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs, en sl. eitt og hálft ár sem settur þjóðskjalavörður í forföllum Ólafs Ásgeirssonar fyrrverandi þjóðskjalavarðar.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður
miðvikudagur, 21. nóvember 2012 - 9:15

Ólafur Ásgeirsson lét af starfi þjóðskjalavarðar af heilsufarsástæðum 1. júní síðastliðinn. Síðastliðinn föstudag var honum haldið kveðjuhóf í Þjóðskjalasafni Íslands. Þar voru samankomnir samstarfsmenn Ólafs frá ýmsum tímum og úr ýmsum störfum.

föstudagur, 16. nóvember 2012 - 14:30

Sautján starfsmenn Þjóðskjalasafns Íslands dvöldu í Edinborg dagana 11. - 14. október og kynntu sér starfsemi Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns Skotlands og skiptust á upplýsingum við starfssystkini sín þar ytra.

fimmtudagur, 15. nóvember 2012 - 20:15

Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra, afhenti þann 15. nóvember Þjóðskjalasafni Íslands einkaskjalasafn sitt til varanlegrar varðveislu. Svavar hefur áratugi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Hann var m.a. blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans 1971-1978, þingmaður 1978-1999, viðskiptaráðherra 1978-1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983 og menntamálaráðherra 1988-1991.

laugardagur, 10. nóvember 2012 - 15:30

Norræni skjaladagurinn er í dag. Þema dagsins er íþrótta- og æskulýðsstarf. Í tilefni af því og 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar helgar Þjóðskjalasafn dagskrá sína skátahreyfingunni og starfsemi hennar. Dagskráin fer fram í skrifstofubyggingu safnsins að Laugavegi 162, 3. hæð.

föstudagur, 9. nóvember 2012 - 9:15

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 10. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is.

Pages