Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 9. apríl 2013 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir reglulegum námskeiðum um skjalavörslu. Til að meta hvernig til hefur tekist  stendur nú yfir viðhorfskönnun um námskeið safnsins. Niðurstöður könnunarinnar munu auðvelda Þjóðskjalasafni að bæta þessa þjónustu og meta hvort þörf sé á fjölbreyttari fræðslu um skjalavörslu en boðið hefur verið upp á.

Gömul bókarblöð
mánudagur, 25. mars 2013 - 11:30

Þann 19. mars sl. lauk síðasta námskeiði Þjóðskjalasafns um skjalavörslu á þessum vetri. Þetta er fjórði veturinn sem Þjóðskjalasafn býður upp á regluleg námskeið í skjalavörslu og eru námskeiðin orðin fastur liður í öflugu fræðslustarfi safnsins.

Námskeið Þjóðskjalasafns fyrir lögreglustjórann á Suðurnesjum.
mánudagur, 11. febrúar 2013 - 10:30

Safnanótt Þjóðskjalasafns síðastliðið föstudagskvöld gekk mjög vel. Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur og skjalavörður flutti erindi um Sólborgarmálið og Guðný Hallgrímsdóttir doktorsnemi í sagnfræði flutti erindi um Kokkastúlku og kærustu í kaupstað. Fullt var í salnum á meðan erindin voru flutt. Áhugasamir gestir skoðuðu sýningu á skjölum tengdum erindunum og notuðu tækifærið til eigin ættfræðirannsókna.
 

Gestir hlýða á fyrirlestur á safnanótt í Þjóðskjalasafni.
fimmtudagur, 7. febrúar 2013 - 11:30

Á Safnanótt, 8. febrúar 2013, verður dagskrá í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík. Boðið verður upp á kynningu á Þjóðskjalasafni og skoðunarferð í skjalageymslur safnsins. Einnig gefst gestum kostur á að hlýða á erindi Benedikts Eyþórssonar sagnfræðings um Sólborgarmálið og erindi Guðnýjar Hallgrímsdóttur doktorsnemi í sagnfræði um Kokkastúlku og kærustu í kaupstað. Hægt er að skoða skjalasýningu, taka þátt í verðlaunagetraun og kíkja í ættfræðiheimildir með aðstoð sérfræðinga safnsins. Skoðaðu dagskrána og skráðu þig í skoðunarferð um skjalageymslur safnsins. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
 

Úr skjalageymslum Þjóðskjalasafns.
föstudagur, 25. janúar 2013 - 14:30

Þjóðskjalasafn hefur undanfarna mánuði verið þátttakandi í samevrópsku verkefni sem nefnist APEx (The Archives Portal Europe network of exellence). Markmið verkefnisins er að þróa skjalagátt þar sem finna má upplýsingar um safnkost evrópskra skjalasafna.

Archives Portal Europe.
þriðjudagur, 8. janúar 2013 - 15:45

Síðastliðinn föstudag fagnaði Kristjana Kristinsdóttir 25 ára starfsafmæli sínu á Þjóðskjalasafni og bauð samstarfsfólki sínu til samsætis í tilefni dagsins.

Eiríkur G. Guðmundsson færir Kristjönu Kristinsdóttur gjöf í tilefni af 25 ár starfsafmælinu.

Pages