Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 2. febrúar 2012 - 10:15

Þann 1. febrúar tók Njörður Sigurðsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, við stöðu sviðsstjóra á skjalasviði safnsins af Hrefnu Róbertsdóttur. Hrefna, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra frá árinu 2009, fékk á dögunum rannsóknarstöðustyrk úr Rannsóknarsjóði Íslands (Rannís) til þess að kanna búsetuform á Íslandi á árnýöld og mun hún sinna því verkefni á Þjóðskjalasafni næstu þrjú árin.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 20. janúar 2012 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar/sérfræðings á skjalasviði.

Á skjalasviði er tekið við skjalasöfnum opinberra aðila sem og einkaskjalasöfnum. Sviðið annast ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um frágang til langtímavörslu pappírsgagna og rafrænna gagna. Skráning safnkosts, forvarsla og úrvinnsla á gögnum safnsins er meðal verkefna þess.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 13. janúar 2012 - 15:30

Á síðasta hausti gerðu Þróunarfélag Austurlands, Vinnumálastofnun og Þjóðskjalasafn Íslands með sér samkomulag um atvinnuátak í jaðarbyggðum á Austurlandi.

Áhugasamir skrásetjarar á Breiðdalsvík
þriðjudagur, 10. janúar 2012 - 14:30

Þjóðskjalasafn Íslands hefur ásamt samstarfsaðilum í Eistlandi og Svíþjóð fengið framhaldsstyrk til að vinna að verkefni til að auka aðgengi að opinberum upplýsingum í skjalasöfnum með rafrænum hætti. Styrkurinn nemur samtals 1.628.000 sænskum krónum og er til þriggja ára.

Frá vinnufundi samstarfshópsins á Íslandi í nóvember sl.
föstudagur, 23. desember 2011 - 13:45

Þjóðskjalasafn Íslands opnar í dag nýjan vef sem leysir af hólmi tíu ára gamlan vef sem hefur dugað vel þann áratug sem hann hefur þjónað þörfum safnsins. Nýi vefurinn er hannaður í vefumsjónarkerfinu Drupal í samstarfi við Emstrur sf.

Forsíða nýja vefjarins
mánudagur, 14. nóvember 2011 - 23:45

Á norræna skjaladeginum, 12. nóvember sl., skrifuðu Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums undir viljayfirlýsingu um að Straumur afhendi Þjóðskjalasafni þann hluta skjalasafns Hf Eimskipafélags Íslands sem Straumur ræður yfir. Skjalasafnið er um 120 hillumetrar og eitthvert merkasta einkaskjalasafn úr íslensku atvinnulífi.

Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums

Pages