Forsíða

Fréttir

mánudagur, 14. nóvember 2011 - 23:45

Á norræna skjaladeginum, 12. nóvember sl., skrifuðu Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums undir viljayfirlýsingu um að Straumur afhendi Þjóðskjalasafni þann hluta skjalasafns Hf Eimskipafélags Íslands sem Straumur ræður yfir. Skjalasafnið er um 120 hillumetrar og eitthvert merkasta einkaskjalasafn úr íslensku atvinnulífi.

Eiríkur G. Guðmundsson settur þjóðskjalavörður og Pétur Einarsson forstjóri Straums
mánudagur, 14. nóvember 2011 - 15:15

Norræni skjaladagurinn var sl. laugardag og tókst vel í alla staði. Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin stóðu saman að vefnum skjaladagur.is þar sem finna má margvíslegan fróðleik um þema dagsins sem var „verslun og viðskipti“. Yfir sjötíu manns heimsótti Þjóðskjalasafn, hlýddu á erindi og skoðuðu skjalasýningu. Hér til vinstri má sjá myndir frá skjaladegi í Þjóðskjalasafni.

Gestir á skjaladegi í Þjóðskjalasafni
laugardagur, 5. nóvember 2011 - 8:45

Norræna skjaladaginn ber upp á laugardaginn 12. nóvember í ár. Á þeim degi sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi sinni og verður af því tilefni opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is, næsta þriðjudag.

Norræni skjaladagurinn 2011
föstudagur, 4. nóvember 2011 - 17:15

Norræni skjaladagurinn er á laugardaginn kemur 12. nóvember. Þjóðskjalasafn Íslands verður með opið hús kl 12 - 16. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hér að neðan má nálgast nánari upplýsingar um dagskrá og tilhögun dagsins.

Norræni skjaladagurinn 2011
föstudagur, 4. nóvember 2011 - 8:45

Hluti skjalaskráa Þjóðskjalasafns hefur verið aðgengilegur á vef safnsins frá árinu 2002. Í byrjun þessa árs var lokað fyrir aðgang að þessum skrám, sbr fréttatilkynningu þjóðskjalavarðar af því tilefni. Skrár yfir nokkur skjalasöfn í vörslu Þjóðskjalasafns hafa nú aftur verið gerðar aðgengilegar á vef safnsins og má nálgast þær með því að smella á tengilinn „Skjalaskrár“ hér til vinstri.

Leit í skjalaskrá
miðvikudagur, 19. október 2011 - 16:30

Í dag handsöluðu Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundssoni settur þjóðskjalavörður samkomulag um að skjalasafn Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem varðveitt er á Húsavík, komi í Þjóðskjalasafn Íslands til varðveislu. Safnið hefur verið skráð í samræmi við leiðbeiningar Þjóðskjalasafns undir handleiðslu Héraðsskjalasafns Þingeyinga á Húsavik.

Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður SÍS og Eiríkur G Guðmundsson settur þjóðskjalavörður

Pages